• Bjarmanes, 545 Skagaströnd
  • +354 452 2850

Bjarmanes, Gamli skólinn, Hreppshús

Byggingarár: 1912, byggt af verslunarfélagi Vindhælinga, og var fyrsta steinhúsið í bænum. Kostaði húsið uppkomið 4.600 kr.1 Húsið stendur enn og var endurgert í upprunalegri mynd árið 2004. Staðsetning: Á Hólanesinu sunnan við Straumnes og vestan við Árnes.

Lýsing 1913: ár 1913 hinn 24. dag. nóv. var hreppstjóri
Vindhælishrepps staddur í húsi Verslunarfél.
Vindhælinga, ásamt bóndanum Ólafi Björnssyni á
Árbakka, til þess samkv. fyrirskipun sýslum.
Húnavatnssýslu, að virða til húsaskatt steinhús
verslunarfélagsins. Hús þetta er 18 ál. á lengd 12 ál. á br.
innan veggja með steinsteypuveggjum frá grunni og uppúr. Þykkt vegga á kjallara eða neðri hæð er 12 þuml.á þeirri efri 10 þuml. Hæð kjallara frá gólfi undir bilta 3 ál. Á efri hæð, er hæðin frá gólfi -sem er úr 1 1⁄4“ borðum plægðum- undir loftbita 4 ál. og frá loftbita í mænir 1 1⁄2 al. Á neðri hæð eru 7 járngluggar, stærð 21×36 fml. Á efri hæð eru 4 gluggar á hverri hlið 50×45 fml. Á suðurstafni eru 2 gl. af sömu stærð, en á norður stafni 1 gl. að stærð 50×68 fml. Bitar yfir neðri hæð eru 10 gildleiki þeirra 7×4 1⁄2 þuml. yfir efri hæð jafnmargir biltar 6×4 og 10 sperrur yfir 4×4“. Þakið er lagt með 4/5“ þykkum borðum óplægðum, þar yfir er tjörupappi og yst galv.bárujárn. Á neðsta gólfi er steinsteypuveggur eftir lengd hússins og miðju. Engin skilrúm eru á austurhelmingnum en í vesturhluta er þver steinsteyptur veggur. Þessi þverveggur myndar 5 ál. langt herbergi af lengd hússins og er þar múpípa upp úr húsinu. Til suðurs úr þessu herbergi eru dyr fram í steinsteypuskúr með útidyrum til vesturs. Á vestur hlið neðri hæðar eru einnig útidyr í norðurenda. Á efri hæð er húsinu skipt til helminga þvert yfir með tvöföldu timburþili og tjörupappa á milli. Þá er sölubúð í norðvestur helmingi hússins 9+8 ál. með einum útidyrum til vesturs og steinsteyptum palli framan undir. Suður af búðinni eru 2 herbergi þiljuð til suðurstafns. Í austurhelmingi eru 4 herbergi þiljuð. En milli herbergjanna í suðurenda er gangur frá sölubúð til útidyra og er þar skúr framaf með breiðum steintröppum til suðurs. Hús þetta virðum við nú á krónur 4400.2

Lýsing 1932: Steinhús 2 hæðir [ 1 hæð og kjallari] Kjallara skipt með steinvegg eftir endilöngu húsi. Vesturhluta skipt í 3 hluta, m. steinvegg og þili. Í Suðvesturhorni eldhús m. steinveggjum. Lofti [eftir hæð] skipt í 7 herb. öll þiljuð, þak úr timbri járnklætt.Tveir reykháfar.3 Sem kennsluhúsnæði var húsinu skipt í tvær kennslustofur, hol, skrifstofu skólastjóra og snyrtingar.4

1 Byggðin undir Borginni bls.120
2 Virðing til húsaskatts 1913
3 Brunabótamat 1932 bls. 27
4 Samantekt vegna vígslu endurbyggingar Bjarmaness 19. Júní 2004